NTC

Kvartett Ludvigs Kára á Græna Hattinum

Kvartett Ludvigs Kára á Græna Hattinum

Ludvig Kári Quartet mun spila á Græna hattinum á Akureyri í kvöld. Þar verður ný plata þeirra kynnt og spiluð. Tónleikarnir hefjast klukkan 21.00.

Sjá einnig: Kvartett Ludvig Kára gefur út djassplötu

„Ludvig Kári Quartet mætir á Græna hattinn með jazzbræðinginn Rákir, nýr geisladiskur og vínylplata með frumsaminni íslenskri jazztónlist innblásinni af þoturákum í veðrahvolfi norðursins. Kvartettinn er skipaður úrvali jazzhljómlistarmanna og kom fram á  Jazzhátíð Reykjavíkur 2019 og 2021 við fádæma góðar undirtektir,“ segir í tilkynningu frá bandinu.

Þetta verða seinni útgáfutónleikar kvartettsins af tveimur, en þeir fyrri voru haldnir  á Jazzhátíð Reykjavíkur 30.ágúst.

Kvartettinn skipa:

Ludvig Kári Forberg á víbrafón

Phil Doyle á saxófóna

Róbert Þórhallsson á rafbassa

Einar Scheving á trommur

Sambíó

UMMÆLI