NTC

Kúabú á Norðurlandi sektað vegna vanhirðu


Kúabú á Norðurlandi hefur verið sektað af Matvælastofnun vegna meðferðar nautgripa en umhirða bind­inga, hrein­leika og klauf­a kúnna hafi ekki verið virt­ar. Dagsektin er 30.000 kr. þar til úrbætur hafa verið gerðar en dag­sekt­ir falla niður ef umráðamaður dýra hef­ur bætt umhirðu nautgripana á full­nægj­andi hátt, að mati Mat­væla­stofn­un­ar, inn­an fimm virkra daga frá ákvörðun stofn­un­ar­inn­ar um dag­sekt­ir.

Sam­kvæmt reglu­gerð um beit­ingu og há­mark dag­sekta í op­in­beru eft­ir­liti með vel­ferð dýra taka dag­sekt­ir gildi frá og með þeim degi sem þær eru ákv­arðaðar og fram að þeim degi sem skyldu er full­nægt að mati Mat­væla­stofn­un­ar.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó