KS hyggst kaupa B.Jensen

KS hyggst kaupa B.Jensen

Kaupfélag Skagfirðinga (KS) hyggst kaupa fjölskyldufyrirtækið B.Jensen sem rekur sláturhús, kjötvinnslu og verslun við Lónsbakka í Hörgársveit en KS eignaðist fyrr á árinu allt hlutafé í Kjarnafæði-Norðlenska. Akureyri.net greindi fyrst frá.

Ágúst Torfi Hauksson staðfesti að alvarlegar viðræður ættu sér stað, við Akureyri.net, og að samningarnir liggja fyrir. Gerir hann ráð fyrir því að viðskiptin klárist eftir 2-3 vikur.

Með kaupunum mun KS eiga bæði stórgripasláturhúsin í Eyjafirði og reiknar Ágúst með því að þetta muni auka hagkvæmni í greininni og verða til heilinda fyrir bændur og neytendur.

B. Jensen er fjölskyldufyrirtæki sem stofnað var árið 1968 af hjónunum Benny Albert Jensen og Jónínu Sigurbjörgu Guðjónsdóttir en núverandi eigendur eru Erik, sonur þeirra hjóna, og eiginkona hans, Ingibjörg Stella Bjarndóttir sem reka fyrirtækið ásamt börnum sínum.

Sambíó

UMMÆLI