Vegna fjölda áskoranna verður tónleikasýningin Krúnk, krúnk og dirrindí sýnd aftur í Hofi. Sýningin hefur vakið miklar vinsældir á meðal bæjarbúa.
Krúnk, krúnk og dirrindí er eftir Daníel Þorsteinsson og Hjörleif Hjartarson en leikstjóri er Agnes Wild. Sýningin er samstarfsverkefni allra sviða Menningarfélags Akureyrar og er sannkölluð gleðisprengja fyrir fjölskylduna með tónlist, dansi og leik sem fær alla til að dilla sér með.
Aukasýning fer fram í Hofi laugardaginn 29. september kl. 16 en sýningartími er um klukkustund.
UMMÆLI