Krúnk, krúnk og dirrindí í Hofi

Krúnk, krúnk og dirrindí í Hofi

Krúnk, krúnk og dirrindí er litrík og fjörug fjölskylduskemmtun sem frumsýnd verður í Hofi á Akureyri 16. september. Sýningin er samstarfsverkefni allra sviða Menningarfélags Akureyrar og fjallar um lífið í mýrinni þar sem krummi kynnir helstu farfugla, spéfugla og spáfugla og segir frá ferðalögum þeirra á sinn einstaka og gamansama hátt.

Höfundar verksins eru Daníel Þorsteinsson og Hjörleifur Hjartarson annar meðlima úr hljómsveitinni Hundur í óskilum. „Við vildum gera söngleik fyrir börn og ekki bara fyrir börn sem áhorfendur heldur fyrir börn sem flytjendur. Það var grunnhugmyndin að verkinu,“ segir Daníel en útkoman er fjölskyldusöngleikur og skrautsýning fyrir tvöfaldan, blandaðan kvartett, leikara og hljómsveit.

Áhugi Hjörleifs á fuglum er langt frá því ný af nálinni. „Ég lenti í því á sínum tíma að fara í verkefnastjórn fyrir Friðland Svarfdæla. Það leiddi mig á slóðir fuglanna sem flogið hafa með mig í ýmsar óvæntar áttir. Afrakstur þess er m.a. bæði fuglasýning, bók um íslenska fugla og svo þessi söngleikur. Heimur fuglanna er bæði heillandi og hressandi og þar gerist margt sem kemur á óvart.“

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó