Gæludýr.is

Krónan opnar verslun á Akureyri haustið 2022: „Höfum beðið þess í áraraðir að fá að koma til Akureyrar“

Krónan opnar verslun á Akureyri haustið 2022: „Höfum beðið þess í áraraðir að fá að koma til Akureyrar“

Nú er komið á hreint hvenær verslunarkeðjan Krónan mun opna á Akureyri en til stendur að opna haustið 2022. Koma verslunarinnar í bæinn hefur staðið til frá því árið 2016.

Sjá einnig: Bið Krónunnar eftir lóð á Akureyri loksins á enda

Ásta Sigríður Fjeldsted, framkvæmdastjóri Krónunnar, segir í samtali við Kaffið að stjórnendur og starfsfólk Krónunnar gætu ekki verið spenntari fyrir komunni til Akureyrar.

„Við höfum beðið þess í áraraðir að fá að koma til Akureyrar og eignast þar Krónuvini sem kunna að meta frábært vöruúrval á hagstæðu verði þar sem sérstök áhersla er lögð á ferskvöru, hollustu og umhverfismál,“ segir Ásta. Hún segir Krónuna einsetja sér að bjóða upp á lausnir sem einfalda líf viðskiptavina sinna og þar megi nefna Snjallverslun Krónunnar þar sem hægt er að panta vörur í appi og fá sendar heim, sem einnig verður í boði á Akureyri.

Framkvæmdir hefjast fljótlega á lóð Krónunnar við Glerárgötu og segir Ásta að þar muni rísa glæsileg Krónuverslun með góðu aðgengi.

Sjá einnig: Hvað vantar Akureyringa sem Reykvíkingar hafa?

Á myndunum hér að neðan er um fyrstu drög að ræða að frumtillögu að húsnæðinu:

UMMÆLI

Sambíó