Króli snýr aftur í Samkomuhúsið 

Króli snýr aftur í Samkomuhúsið 

Kristinn Óli Haraldsson leikur Baldur í söngleiknum Litla Hryllingsbúðin sem Leikfélag Akureyrar setur upp í haust!

„Ég get ekki beðið eftir því að koma aftur norður! Þetta er minn lang mest uppáhalds söngleikur, með eindæmum heiður að fá vera með. Ég hef lengi litið upp til Bergs og því draumur í dós að fá að vinna með honum. Sjáumst í Samkomuhúsinu,“ segir Kristinn Óli.

Kristinn Óli, oft kallaður Króli, hefur áður starfað með LA þegar hann lék Tóta Tannálf í fjölskyldusöngleiknum um Benedikt búálf.

Leikstjóri Litlu Hryllingsbúðarinnar er enginn annar en Bergur Þór Ingólfsson. „Ég iða af eftirvæntingu að setja upp skemmtilegasta söngleikinn í fallegasta leikhúsinu. Þetta verður nú eitthvað,“ segir Bergur Þór.

Miðasala hefst á næstu dögum!

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó