Kristnesspítala lokað í 4 vikur í sumar

Kristnesspítala lokað í 4 vikur í sumar

Ákveðið hefur verið að loka Kristnesspítala þar sem fram fara enduhæfinga- og öldrunarækningar í 4 vikur í sumar frá og með 22. júní til 21. júlí 2024. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef SAk.

Þar segir að búast megi við því að það taki svo viku að ná upp fullri starfsemi að loknu sumarleyfi.

„Með þessu móti mun skerðing á endurhæfingastarfsemi stofnunarinnar verða með minnsta móti í stað þess að halda úti starfsemi á deild með takmarkaða starfsemi í allt að 12 vikur yfir sumarið,“ segir Helgi Þór Leifsson framkvæmdastjóri klínískrar þjónustu.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó