NTC

Kristján Sigurólason nýr aðstoðarþjálfari Þórs

Kristján Sigurólason hefur verið ráðinn sem nýr aðstoðarþjálfari meistaraflokks karla í knattspyrnu hjá Þór. Samningurinn gildir til tveggja ára. Hann mun þá einnig sjá um þjálfun 2.flokks karla hjá félaginu.

Kristján er flestum Þórsurum vel kunnugur enda uppalinn í Þór og lék með félaginu upp alla yngri flokka. Á árunum 2006-2011 lék hann síðan 59 leiki fyrir meistaraflokk Þórs.

Síðasta sumar starfaði hann sem spilandi aðstoðarþjálfari Magna frá Grenivík sem náði frábærum árangri og tryggði sér sæti í Inkasso-deildinni á næsta ári. Kristján mun því mæta sínum gömlu félögum næsta sumar sem aðstoðarþjálfari Þórs.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó