Kristján Orri valinn í B-landsliðið

Kristján skoraði 6 mörk í gær

Kristján Orri Jóhannsson

B-landslið karla í handbolta mun spila tvo vináttulandsleiki við Grænland um næstu helgi í TM-höllinni í Garðabæ.

Einar Guðmundsson valdi í dag 14 manna hóp og í honum er hægri hornamaður Akureyrar Handboltafélags, Kristján Orri Jóhannsson.

Kristján Orri hefur verið einn besti leikmaður Olís-deildar karla í vetur. Hann er markahæsti leikmaður Akureyrar með 76 mörk í sextán leikjum.

Einn annar Akureyringur er í hópnum en það er Þórsarinn Gunnar Malmquist Þórsson, sem nú leikur með Aftureldingu.

B-landslið karla í handbolta

Markverðir:
Ágúst Elí Björgvinsson, FH
Grétar Ari Guðjónsson, Haukar

Útileikmenn:
Anton Rúnarsson, Valur
Arnar Birkir Hálfdánsson, Fram
Ágúst Birgisson, FH
Árni Bragi Eyjólfsson, Afturelding
Daníel Þór Ingason, Haukar
Einar Sverrisson, Selfoss
Elvar Ásgeirsson, Afturelding
Elvar Örn Jónsson, Selfoss
Gunnar Malmquist Þórsson, Afturelding
Kristján Orri Jóhannsson, Akureyri
Óðinn Þór Ríkharðsson, FH
Þráinn Orri Jónsson, Grótta

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó