Kristinn og Brynjar heiðraðir af Sjómannafélagi EyjafjarðarKristinn og Brynjar. Ljósmynd: Sjómannafélag Eyjafjarðar

Kristinn og Brynjar heiðraðir af Sjómannafélagi Eyjafjarðar

Kristinn Pálsson og Brynjar St. Jacobsen voru heiðraðir af Sjómannafélagi Eyjafjarðar í fyrradag, sem líkt og alþjóð veit var sjálfur sjómannadagurinn.

Í Facebook færslu félagsins segir: „Sjómannafélag Eyjafjarðar heiðraði tvo heiðursmenn í dag, Kristinn Pálsson og Brynjar St. Jacobsen og eru þeir vel að þessu komnir. Óskum þeim og fjölskyldum þeirra til hamingju með daginn og megi gæfan fylgja þeim um ókomna tíð.“

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó