Kristinn Pálsson og Brynjar St. Jacobsen voru heiðraðir af Sjómannafélagi Eyjafjarðar í fyrradag, sem líkt og alþjóð veit var sjálfur sjómannadagurinn.
Í Facebook færslu félagsins segir: „Sjómannafélag Eyjafjarðar heiðraði tvo heiðursmenn í dag, Kristinn Pálsson og Brynjar St. Jacobsen og eru þeir vel að þessu komnir. Óskum þeim og fjölskyldum þeirra til hamingju með daginn og megi gæfan fylgja þeim um ókomna tíð.“