Kringlan gerði engar undantekningar á Kvennafrídaginn

kringlanKvennafrídagurinn fór fram í dag og söfnuðust þúsundir kvenna saman víða um landið til að mótmæla og vekja athygli á launamismun kynjanna sem er enn við lýði á Íslandi í dag.

Konur voru hvattar til þess að yfirgefa vinnu klukkan 14:38 í dag því meðalvinnutekjur kvenna eru 70,3% af meðalvinnutekjum karla. Samkvæmt því hafa konur unnið fyrir sínum launum eftir 5 klukkustundir og 38 mínútur, miðað við fullan vinnudag frá 9-17 eru þær því búnar kl. 14:38.

Einnig var tilgangur samstöðufundsins að sýna fram á mikilvægi kvenna á vinnumarkaði.

Sjá einnig: Konur launalausar 36 daga á ári.

Flestir vinnustaðir landsins studdu við málstaðinn og verkalýðsfélög hvöttu vinnustaði til að hengja upp plakat til að minna á daginn. Til að mynda þurfti að loka Te og Kaffi á Akureyri þar sem aðeins einn strákur var eftir til að reka staðinn og hafa svipaðar aðstæður sennilega komið upp víða um land. Það var hinsvegar ekki þannig í verslunarmiðstöðinni Kringlunni í Reykjavík.

Samkvæmd heimildum Kaffisins fengu verslunareigendur í Kringlunni þau skilaboð að ef loka þyrfti búðum vegna þess að konur myndu fara á samstöðufundinn myndu þær verslanir fá sekt. Samkvæmt reglum Kringlunnar má ekki loka verslunum á auglýstum opnunartíma og ekki yrði gefin undanþága vegna Kvennafrídagsins. Fyrirspurnir frá verslunareigendum sem sögðu enga karlmenn vera til staðar fengu einungis þau svör að það þyrfti að mæta reglum Kringlunnar.

Sjá einnig: Feministafélag Menntaskólans á Akureyri skipuleggur Kvennafrídag

 

 

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó