Fyrstu kríurnar í Grímsey í ár sáust í byrjun vikunnar. Kríurnar mæta yfirleitt í byrjun maí til eyjunar og hefja varp undir lok mánaðarins. Fjallað er um komi kríunnar til Grímseyjar á vef Akureyrarbæjar en þar segir að flestar tegundir farfugla séu komnar til Grímseyjar nú.
„Krían er sá fugl í heiminum sem leggur lengsta vegalengd að baki milli varpstöðva við Ísland og vetrarstöðva við Suðurskautslandið eða alls um 35 þúsund km hvora leið. Svartfuglinn mætti frekar snemma í ár. Bjargið var orðið þurrt, veðrið óvenju gott og fuglinn hóf því varpið í fyrra fallinu. Grímseyingar gátu því farið að gæða sér á fyrstu svartfuglseggjunum fyrr í vikunni,“ segir á Akureyri.is.
UMMÆLI