beint flug til Færeyja

Krapaflóð lokar Fnjóskadalsvegi um DalsmynniKrapaflóðið í Dalsmynni fór yfir veg. Fnjóská er fyrir miðri mynd. Ljósmynd: Vegagerðin, fengin af heimasíðu Veðurstofunnar.

Krapaflóð lokar Fnjóskadalsvegi um Dalsmynni

Krapaflóð féll yfir veginn um Dalsmynni í Grýtubakkahreppi í morgun. Þetta segir í tilkynningu frá Veðurstofu Íslands í dag og þar er eftirfarandi skýring gefin á orsökum flóðsins:

Hiti fór víða vel yfir 10° í gær á Norðurlandi og nokkur snjór er fyrir í fjöllum. Úrkoma hefur þó verið lítil á Norðurlandi og hefur krapaflóðið líklega fallið vegna leysinga. 

Samkvæmt umferðarsíðu Vegagerðarinnar var veginum lokað klukkan rúmlega níu í morgun. Þegar þessi frétt er skrifuð er Fnjóskadalsvegur (835) enn lokaður frá bænum Þverá og að Grenivíkurvegi. Myndin er skjáskot af umferðarsíðu Vegagerðarinnar.
Sambíó

UMMÆLI