Krapaflóð féll yfir veginn um Dalsmynni í Grýtubakkahreppi í morgun. Þetta segir í tilkynningu frá Veðurstofu Íslands í dag og þar er eftirfarandi skýring gefin á orsökum flóðsins:
Hiti fór víða vel yfir 10° í gær á Norðurlandi og nokkur snjór er fyrir í fjöllum. Úrkoma hefur þó verið lítil á Norðurlandi og hefur krapaflóðið líklega fallið vegna leysinga.
UMMÆLI