NTC

Krafist úrbóta í umgengni á lóð skammt frá tilvonandi íbúðahverfiSkjáskot/Rúv.

Krafist úrbóta í umgengni á lóð skammt frá tilvonandi íbúðahverfi

Slæm umgengni á rúmlega 50 þúsund fermetra lóð steypustöðvarinnar Skútabergs varð til þess að afgreiðsla á endurnýjun starfsleyfis var stöðvuð. Alfreð Schiöth, framkvæmdastjóri Heilbrigðiseftirlits Norðurlands eystra, segir lóðina lengi hafa verið til vandræða og nú sé umsókn fyrirtækisins frestað. 

Skjáskot: Rúv.

„Lóðin er að öllu ásættanleg“ – segir í athugasemd Heilbrigðiseftirlitsins

„Allir sem þekkja til vita að þarna er mikið safn af gömlu dóti á lóðinni og umgengnin er svona þannig að fólk, flest, upplifir þetta með neikvæðum mjög hætti og þetta er búið að vera langvarandi vandamál. Þetta hefur nú verið vandræðalóð til langs tíma og fyrirtækin sem hafa verið þarna í gegnum tíðina hafa gefið góð orð um úrbætur og að einhverju leyti hefur það gengið eftir en alls ekki nægilega vel,“ segir Alfreð í samtali við Rúv.

Heilbrigðiseftirlitið krefst úrbóta á lóðinni

Akureyrarbær kynnti í síðustu viku tillögu að deiliskipulagi fyrir nýtt 300 íbúða hverfi. Nýja hverfið verður skammt frá lóð Skútabergs. Tillagning á lóðinni er þegar farin af stað að sögn Þórs Konráðssonar, einn eigenda Skútabergs. „Það eru hlutir sem við erum að vinna í núna og taka til svona dót sem að mætti vissulega vera búið að henda einhverju síðan sko. Við erum að vinna að þessu að kappi og fylgja eftir þessari áætlun sem við erum að leggja fyrir þá núna,“ segir Þór í samtali við Rúv.

Hægt er að sjá innslagið í heild sinni með að smella hér

VG

UMMÆLI