NTC

Krafa um fjölgun leikskólaplássa á Akureyri

Leikskólinn Kiðagil á Akureyri

Leikskólinn Kiðagil á Akureyri

Rúmlega 250 manns hafa skrifað undir undirskriftarlista þar sem fólki er boðið að skrifa undir áskorun til bæjaryfirvalda á Akureyri þess efnis að fjölga skuli leikskólaplássum í bænum. Fullt er hjá dagforeldrum í bænum og börn fædd í apríl 2015 eiga ekki von á leikskólaplássi fyrr en í ágúst 2017. Akureyrarbær hefur skuldbundið sig til að taka við öllum börnum á leikskóla á öðru ári en þessi börn fá ekki pláss fyrr en tæplega 2 og hálfs árs. Þeir foreldrar sem hafa ekki vistunarmöguleika eftir að fæðingarorlofi lýkur hafa ekki aðra leið en að vera launalaus heima með börnin.

Í lýsingu með áskoruninni stendur meðal annars: ,,Við undirrituð skorum á bæjarstjórn, skólanefnd og aðra hlutaðeigandi að endurskoða stefnu Akureyrarbæjar í dagvistunarúrræðum barna í sveitarfélaginu. Við skorum á bæjaryfirvöld að tryggja börnum frá að amk 18 mánaða aldri, aðgang að leikskólaplássi í sveitarfélaginu.“  Hér er hægt að nálgast listann.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó