Gæludýr.is

Krabbameinsfélag Akureyrar og nágrennis styrkir Sjúkrahúsið á Siglufirði 

Krabbameinsfélag Akureyrar og nágrennis styrkir Sjúkrahúsið á Siglufirði 

Krabbameinsfélag Akureyrar og nágrennis sendi á dögunum Sjúkrahúsinu á Siglufirði nýja loftdýnu. Samkvæmt Jónbjörgu K. Þórhallsdóttur deildarstjóra fór loftdýnan strax í notkun hjá einstakling með krabbamein sem liggur inni á Sjúkrahúsinu. 

„Svona dýna skiptir miklu máli fyrir einstaklinga sem eru rúmfastir og geta lítið hreyft sig þar sem þeir eru flestir útsettir fyrir legusárum eða eiga í erfiðleikum með hreyfingu vegna verkja“ sagði Jónbjörg.

„Stjórn og starfsmenn Krabbameinsfélags Akureyrar og nágrennis vona að loftdýnan eigi eftir að koma að góðum notum á Sjúkrahúsinu á Siglufirði. Við hvetjum einstaklinga sem búa á Siglufirði og í nágrenni að hafa samband við félagið til að fá upplýsingar varðandi þjónustu sem er í boði fyrir einstaklinga sem greinst hafa með krabbmein og aðstandendur þeirra,“ segir í tilkynningu frá stjórn KAON.

Á myndinni eru Júlía B. Birgisdóttir starfsmaður, Jónbjörg K. Þórhallsdóttir deildarstjóri og Gróa María Þórðardóttir hjúkrunarfræðingur.

Sambíó
Sambíó