Gæludýr.is

Kostar 13 milljónir að gera við skemmdarverkin á Akureyrarkirkju

Skemmdarverkin sem unnin voru á kirkjunni í janúar.

Í byrjun ársins fór skemmdarvargur hamförum á Akureyri og spreyjaði hatursfullum skilaboðum á fjórar kirkjur, þ.á.m. Akureyrarkirkju. Formaður sóknarnefndar Akureyrarkirkju, Ólafur Rúnar Ólafsson, áætlaði að kostnaður viðgerðarinnar kæmi til með að hlaupa á hundruðum þúsunda en nú hefur það verið að staðfest að viðgerðin muni kosta um 13 milljónir króna. Eftir að skemmdarverkin voru unnin var strax farið í það að hreinsa veggi kirknanna og tókst að fjarlægja málningu að mestu leyti af þremur þeirra, en ekki af Akureyrarkirkju. Nú þegar hafa eftirlitsmyndavélar verið settar upp við kirkjuna eftir verknaðinn.

Ólafur segir í samtali við Rúv að söfnuðurinn hafi engan veginn búist við slíkri upphæð og geti ekki staðið undir henni óstuddur. Hann segir kirkjuna verið ágætlega setta til þess að takast á við daglegan rekstur en þessar framkvæmdir séu of stórtækar til að söfnuðurinn ráði við þær fjárhagslega.
Vegna þess að ytra byrði kirkjunnar er friðað má ekki raska útliti hennar. Þannig þarf að fjarlægja steinda klæðningu af veggjunum langt umfram skemmdirnar vegna þess að ef aðeins partur af henni yrði endurnýjaður yrði misræmi í klæðningu og kirkjan flekkótt í útliti.

Það þarf að klæða kirkjuna alla upp á nýtt til þess að koma í veg fyrir flekki og í því liggur þessi gríðarlegi kostnaður.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó