NTC

Körfubolti: KR sótti sigur gegn ÞórMynd/Palli Jóh.

Körfubolti: KR sótti sigur gegn Þór

KR unnu Þórsara á Akureyri í gærkvöldi 88-92 í leik sem upphaflega átti að fara fram á sunnudaginn en þá komust KR-ingar ekki norður vegna veðurs.

Ivan Aurrecoechea Alcolado var atkvæðamestur Þórsara er hann skoraði 30 stig 19 fráköst og 2 stoðsendingar. Srdan Stojanovic gerði 22 stig 11 fráköst og 3 stoðsendingar, Dedrick Deon Basile 17 stig 3 fráköst og 11 stoðsendingar, Andrius Globys 16 stig 8 fráköst og Kolbeinn Fannar 3 stig.

Hjá KR var Taylor Sabin með 32 stig 4 fráköst og 8 stoðsendingar, Jakob Örn 21 stig, Matthías Orri 16, Björn Kristjáns og Helgi Már 7 stig hvor, Þorvaldur Orri 4 stig, Brynjar Þórs 3 og Eyjólfur Ásberg 2.

Í næstu umferð tekur Þór á móti Tindastóli í leik sem fram fer í Íþróttahöllinni fimmtudagskvöldið 25. janúar klukkan 19:15

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó