NTC

Konur launalausar í 36 daga á ári

kvennadagur
Kvennafrídagurinn verður haldinn þann 24. október næstkomandi en þá standa Akureyrarbær og Jafnréttisstofa fyrir hádegisfundi á Hótel Kea. Kvennréttindasamtök stóðu fyrst fyrir deginum þann 24. október árið 1975. Margt hefur áunnist frá þeim tíma en ljóst er að enn er langt í land.

Umfjöllunarefni fundarinns launajafnrétti en í árlegri launakönnun meðal félaga VR kem­ur meðal ann­ars fram að kyn­bund­inn launamun­ur minnk­ar ekki milli ára. Ef litið er til grunn­launa eru kon­ur með 12,2% lægri laun en karl­ar og þegar búið er að taka til­lit til annarra þátta sem hafa áhrif á laun­in sit­ur eft­ir 9,9% kyn­bund­inn mun­ur á grunn­laun­um.

Þetta þýðir að í raun eru konur „launalausar“ í 36 daga á ári. Kaffið.is hvetur alla til að mæta á fundinn.

Dagskrá fundarins:

  • 11.45: Húsið opnað.
  • 12.00: Fundarstjóri setur fundinn. Katrín Björg Ríkarðsdóttir, aðstoðarmaður bæjarstjóra.
  • 12.05: „Til færri fiska metnar.“ Kristín Ástgeirsdóttir, framkvæmdastýra Jafnréttisstofu.
  • 12.15: „Starfsmatskerfi til að meta ólík störf til sömu launa.“ Arna Jakobína Björnsdóttir, formaður Kjalar stéttarfélags.
  • 12.30: „Völd, virðing og launaseðillinn.“ Drífa Snædal, framkvæmdastjóri Starfsgreinasambands Íslands.
  • 12.45: Umræður.
  • 13.15: Fundi slitið.
Sambíó

UMMÆLI