NTC

Konur fylltu Ráðhústorgið í dag

14801085_10209110663836708_683418496_n

Fjölmennt á ráðhústorgi á kvennafrídeginum.

Mikill fjöldi kvenna og karla söfnuðust saman á Ráðhústorgið á Akureyri í dag en eins og flestum er kunnugt þá er kvennafrídagurinn í dag.
Konur víðsvegar á landinu heiðruðu daginn með því að ganga út úr vinnu og skóla kl. 14.38 í dag en með því voru þær einnig að minna á launamisrétti kvenna á vinnumarkaði í dag.

Það eru slétt 41 ár liðin síðan íslenskar konur lögðu fyrst niður störf til þess að vekja athygli á mikilvægi kvenna á vinnumarkaðnum. Allt að 90% kvenna lögðu niður störf þann daginn til þess að krefjast jafn hárra launa og karlmenn fengu á þeim tíma. Núna, 41 ári seinna, eru konur ennþá að fá lægri laun en karlmenn, þó svo að miklar bætingar á því sviði hafa átt sér stað.

Búið að var að setja upp svið á ráðhústorginu þar sem haldin var stutt tala yfir hópnum og í framhaldinu var samsöngur, þar sem sungin voru Maístjarnan og Áfram stelpur.
Mætingin var mjög góð en einnig stendur til að konur í Menntaskólanum og Verkmenntaskólanum gangi út á morgun kl.9.30, þar sem að skólarnir voru í haustfríi í dag. Þá standa nemendurnir fyrir dagskrá á torginu en viðburðinn er hægt að kynna sér betur hér. 

Kaffid.is  náði tali á tveimur ungum konum sem sóttu viðburðinn í dag. Aðspurðar sögðust þær ekki hafa þurft að ganga út frá vinnu vegna þess að þær áttu frí þennan dag en hefðu þær verið við störf þá hefðu þær hiklaust gengið út kl.14.38.
,,Það voru samt allar konur á mínum vinnustað sem gengu út og einn strákur varð eftir að manna vaktina, það var lokað staðnum í kjölfarið“, segir Þuríður en hún vinnur á Te og Kaffi í miðbænum. Flest kaffihús miðbæjarins voru lokuð á þessum tíma, þ.e. frá 14.38 til um það bil 16.30 í dag. Flestir höfðu líka orð á því að vinnuveitendur hafi verið mjög hlynntir útgöngunni og hvatt konur til þess að standa upp kl.14.38.

thas

Þuríður Anna Sigurðardóttir

12510419_10208036636451024_8667620772642450633_n

Karítas Sigvaldadóttir

Þær Karítas Sigvaldadóttir og Þuríður Anna Sigurðardóttir voru einróma um það að útgangan og viðburðurinn hafi áhrif í baráttunni.
,,Með þessu sköpum við auðvitað umræðu sem er akkurat það sem þarf. Það eru ekki bara lögin sem þarf að breyta, það þarf að breyta umræðunni og orðræðunni yfir höfuð um launamisrétti kynjanna. Breyta hugsunarhættinum. Í fyrsta lagi snýst þetta um að já, auðvitað vil ég, og á að fá, sömu laun og karlmenn. Í öðru lagi snýst þetta um að það þarf að breyta þessari úreltu, stöðluðu kynímynd, það þarf að horfa á okkur sem manneskjur en ekki dæma okkur út frá kynfærum okkar“, svöruðu dömurnar þegar þær voru spurðar um áhrif viðburðarins.

Þá stungu þær einnig upp á að takmarka þessa baráttu ekki við einungis einn dag á ári heldur að efla til þess að konur gengi úr vinnu í lengri tíma, til að útrýma þessum launamismun sem fyrst.
,,Það ætti að hafa bara mánuð af svona, ég persónulega nenni ekki að bíða til 2068 eftir að þetta sé leiðrétt.“

Kaffid.is tekur svo sannarlega undir með baráttunni og dömunum tveimur. Hættum að mismuna launum eftir kynfærum, við notum þau yfirleitt ekki í vinnunni hvort sem er.

Sambíó

UMMÆLI