Konur fjölmenntu á Ráðhústorgið í dag

Konur fjölmenntu á Ráðhústorgið í dag

Konur fjölmenntu á Ráðhústorg á Akureyri í dag þar sem haldinn var samstöðufundur í tilefni af Kvennafrídeginum. Mikil samstaða var á Torginu þar á þriðja hundrað kvenna kom saman. Fundurinn var haldinn undir kjörorðinu: Breytum ekki konum, breytum samfélaginu! Anna Soffía Víkingsdóttir setti fundinn og þær Þórhalla Þórhallsdóttir, Arnbjörg Jónsdóttir, Serena Pedrana og Berglind Ósk Guðmundsdóttir fluttu ávörp við góðar undirtektir. Kvennakór Akureyrar flutti tvö lög og yfirlýsing samstöðufunda kvenna var lesin.

Starfsmenn Einingar-Iðju voru meðal þeirra sem fjölmenntu torgið í dag.

Konur allsstaðar á landinu lögðu niður störf kl. 14.55 í dag til að mótmæla launamismun kynjanna. Samkvæmt nýjustu tölum Hagstofu Íslands um launamun kynjanna eru meðalatvinnutekjur kvenna 74% af meðalatvinnutekjum karla. Konur eru því með 26% lægri atvinnutekjur að meðaltali. Samkvæmt því hafa konur unnið fyrir launum sínum eftir 5 klukkustundir og 55 mínútur miðað við fullan vinnudag frá kl. 9–17. Daglegum vinnuskyldum kvenna er því lokið kl. 14:55.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó