Konan sem datt upp stigann – Ný bók eftir Ingu Dagnýju Eydal

Konan sem datt upp stigann – Ný bók eftir Ingu Dagnýju Eydal

Í gær kom út bókin Konan sem datt upp stigann eftir Ingu Dagnýju Eydal. 
Inga Dagný hefur í nokkur ár glímt við afleiðingar þess að hafa veikst af of mikilli streitu og ekki getað stundað fasta vinnu síðan hún hætti í erilsömu starfi sem hjúkrunarfræðingur.

Í bókinni segir Inga Dagný sögu sína og birtir brot úr dagbókum. Auk þess segir hún frá fólkinu sínu sem sumt þurfti einnig að takast á við áföll og alvarlega sjúkdóma. 

Konan sem datt upp stigann er saga konu sem tekst á við kulnun af æðruleysi en kemur líka oft auga á broslegu hliðarnar. Hún lítur gagnrýnum augum til fortíðar um leið og hún horfir fram á veginn í leit að lausnum og bata.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó