Árin 1820 og 1821 ferðuðust þýskir vísindamenn til Íslands. Þeir hétu Friedrich August Ludwig Thienemann (1793-1858) og Gustaf Biedermann Gunther (1801-1866). Ferð þeirra til Íslands var í þágu vísinda. Hittu þeir m.a. Gunnlaug Briem sýslumann og konu hans Valgerði Árnadóttur að heimili þeirra á Grund í Eyjafirði árið 1820.
Thienemann var fuglafræðingur og læknir. Eftir læknisfræðinám í Leipzig árið 1819 ferðaðist hann um Evrópu í tvö ár, þar af rúmt ár á Íslandi. Gunther var skurðlæknir. Á meðan hann stundaði nám við Háskólann í Leipzig, ferðaðist hann með Thienemann um Ísland. Félagarnir skráðu niðurstöður rannsókna sinna í bókinni Reise im Norden Europa’s vorzüglich in Island in den Jahren 1820 bis 1821. Bókin kom út árið 1824.
Gunther varð prófessor í skurðlækningum við Háskólann í Kiel árið 1837. Hann starfaði sem slíkur við Háskólann í Leipzig frá árinu 1841 og til dauðadags. Thienemann er þekktastur fyrir störf sín á sviði fuglafræði og þá sérstaklega fyrir rannsóknir á æxlun fugla. Á starfsævi sinni safnaði hann um 2000 fuglahreiðrum og 5000 eggjum frá 1200 fuglategundum.
Skyldu 19. aldar-egg frá Grund í Eyjafirði leynast á safni í Þýskalandi?
Grenndargralið veltir upp spurningunni hvort Thienemann og Gunther hafi fært sýslumanninum silfurgral í hlaðvarpsþáttunum Leitin að Grundargralinu.
Heimildir:
Friedrich August Ludwig Thienemann. (2020, 27. júní). Wikipedia. https://en.wikipedia.org/wiki/Ludwig_Thienemann
Gustav Biedermann Günther. (2018, 5. september). Wikipedia. https://en.wikipedia.org/wiki/Gustav_Biedermann_G%C3%BCnther#cite_note-LO-1
UMMÆLI