Gæludýr.is

Kolbeinn bætti Íslands­met sitt

Kolbeinn bætti Íslands­met sitt

Akureyringurinn Kolbeinn Höður Gunnarsson bætti sitt eigið Íslandsmet í 200 metra hlaupi innanhúss í gær. Kol­beinn Höður kom í mark á 21,21 sek­úndu í úr­slita­hlaup­inu á 2020 American Indoor Track and Field Champ­i­onship þar sem hann kepp­ir fyr­ir Memp­his-há­skóla. 

Kolbeinn bætti metið þegar hann keppti til úrslita í mótinu. Hann endaði í fjórða sæti á mótinu í heildina. Á föstudaginn keppti hann í undanúrslitum þar sem hann hljóp á 21,42 sekúndum.

Fyrra Íslandsmet hans í greininni var 21,32 sekúnda en það met setti Kolbeinn einnig í Bandaríkjunum árið 2017.

Hér að neðan má sjá myndband af hlaupinu af vef Frjálsíþróttasambands Íslands.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó