Daganna 8 – 10. júní 2018 verður hinn árlegi Knattspyrnuskóli Liverpool fyrir krakka á aldrinum 6-16 ára á Akureyri.
Knattspyrnuskóli Liverpool er samstarfsverkefni Aftureldingar, Þórs og Liverpoolklúbbsins á Íslandi og er þetta í áttunda sinn sem skólinn er starfræktur á Íslandi.
Knattspyrnuskólinn er fyrir stráka og stelpur í 3.-7. flokki (6-16 ára)
Skólinn stendur yfir frá kl. 9.30 – 15:00 alla dagana.
Innifalið í verði er: ávaxtabitar á morgnanna og heitur matur í hádeginu.
Allir þátttakendur fá Liverpool bolta að gjöf.
Þjálfararnir veita einstaklingsmiðaða kennslu og hafa til þess aðstoð frá Íslenskum aðstoðarþjálfurum sem einnig túlka ef þörf krefur.
Skráning á www.afturelding.felog.is
Allar nánari upplýsingar á fotbolti[at]afturelding.is og í síma 566-7089
Skólinn verður sem fyrr segir á Akureyri 8.-10. júní og í Mosfellsbæ 11.- 13. júní .
UMMÆLI