Þann 1. nóvember næstkomandi hefst fyrsta fótboltanámskeiðið af þrem sem knattspyrnuakademía Norðurlands mun standa fyrir fram að áramótum. Námskeiðin eru fyrir krakka í 5. 4. og 3. flokki karla og kvenna.
Hvert námskeið inniheldur 6 fótboltatíma í Boganum á Akureyri auk fyrirlesturs. Þjálfarar námskeiðsins hafa allir mikla reynslu af þjálfun barna og unglinga en það eru þeir Þórólfur Sveinsson, Páll Viðar Gíslason og Búi Vilhjálmur Guðjónsson.
Námskeiðin eru haldin á eftirfarandi dögum:
- 5 flokkur kk og kvk: 1 – 10 nóv.
- 4 flokkur kk og kvk: 15 – 24 nóv.
- 3 flokkur kk og kvk: 29 nóv – 8 des.
Hvert námskeið tekur 30 krakka og kostar 12.500 kr. Skráningar sendast á: knattak.nord@gmail.com
UMMÆLI