Í dag verður kjöri á íþróttamanni Akureyrar 2016 lýst í hófi sem fram fer við hátíðlega athöfn í Hofi.
Íþróttafólk ársins hjá aðildarfélögum ÍBA fær viðurkenningu og þá fá forsvarsmenn íþróttafélaga afhenta styrki vegna Íslandsmeistara- og landsliðsfólk. Heiðursviðurkenningar ÍBA verða einnig veittar.
Samkoman endar svo á því að kjöri á íþróttamanni Akureyrar 2016 verður lýst. Athöfnin er öllum opin og hefst klukkan 17:30
UMMÆLI