Kjör á Íþróttamanni Akureyrar 2017

Íþróttabandalag Akureyrar og Frístundaráð Akureyrar standa fyrir athöfn í Hofi næstkomandi miðvikudag, 24. janúar þar sem lýst verður kjöri á Íþróttamanni bæjarins árið 2017. Allir bæjarbúar eru velkomnir á athöfnina.

Íþróttafólk ársins hjá aðildarfélögum ÍBA verður heiðrað. Forsvarsmenn íþróttafélaga fá afhenta styrki vegna Íslandsmeistara- og landsliðsfólks. Heiðursviðurkenningar Frístundaráðst verða svo veittar áður en samkomunni lýkut þegar lýst verður kjöri á Íþróttamanni bæjarins.

Athöfnin er opin öllum, húsið opnar klukkan 17:00 og athöfnin hefst svo klukkan 17:30.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó