Kjarnafæðismótið: Völsungur og KA með sigra

Elfar var í miklu stuði í dag

Fimmtánda Kjarnafæðismótið fór af stað í gær með leik Völsungs og Leiknis frá Fárskrúðsfirði í A-deild. Skipulag mótsins verður með öðrum hætti í ár þar sem að liðunum verður skipt niður í A og B-deild eftir styrkleika. Sigurvegari A-deildar verður svo Kjarnafæðismeistari 2018.

Bæði mörk leiksins komu með stuttu millibili í fyrri hálfleik. Guðmundur Óli Steingrímsson kom Völsungum í 1-0 á 25. mínútu með marki úr vítaspyrnu. Eyþór Traustason skoraði svo síðara mark Húsavíkurliðsins einungis mínútu síðar, á þeirri 26. og þar við sat. Niðurstaðan 2-0 sigur Völsungs.

Maður leiksins: Guðmundur Óli Steingrímsson

Fyrr í dag mættust síðan KA og Magni í öðrum leik A-deildar. Magni mun leika í Inkasso-deildinni næsta sumar og hafa þeir bætt við sig sterkum leikmönnum á undirbúningstímabilinu. Það voru því eflaust margir sem biðu spenntir eftir þessum leik.

KA menn byrjuðu leikinn af miklum krafti og á 3.mínútu leiksins kom fyrsta markið. Þar var að verki U-19 landsliðsmaðurinn Daníel Hafsteinsson. Sóknarmaðurinn Elfar Árni Aðalsteinsson bætti svo þremur mörkum við á 15 mínútna kafla í fyrri hálfleik og staðan því 4-0 fyrir KA í hálfleik. Elfar bætti síðan við sínu 4.marki á 75. mínútu leiksins og kom KA í 5-0. Kristinn Þór Rósbergsson minnkaði muninn fyrir Magna á 87. mínútu og niðurstaðan því 5-1 fyrir Pepsi-deildarlið KA.

Maður leiksins: Elfar Árni Aðalsteinsson

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó