Kjarnafæðismótið: Magni lagði Tindastól

Kristinn Þór var aftur á skotskónum fyrir Magna í kvöld

Magni frá Grenivík vann góðan 2-0 sigur á Tindastól í leik kvöldsins í A-deild Kjarnafæðismótsins. Magnamenn voru talsvert sterkari aðilinn í fyrri hálfleik og sköpuðu sér þrjú góð marktækifæri án þess þó að skora.

Magni byrjaði svo síðari hálfleikinn af miklum krafti og á 50. mínútu komst Kristinn Þór Rósbergsson einn í gegn eftir flotta stungusendingu frá Arnari Geir Halldsórssyni og lyfti boltanum skemmtilega yfir markmann Tindastóls í stöngina og inn. Hans annað mark í mótinu.

Ívar Sigurbjörnsson tvöfaldaði síðan forskot Magna á 58. mínútu. Hann slapp þá einn í gegn og kláraði á milli fóta markmanns Tindastóls.

Magnamenn hefðu hæglega getað bætt við fleiri mörkum en niðurstaðan sannfærandi 2-0 sigur Magna.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó