NTC

Kjarnafæðismótið: KA2 með öruggan sigur á Þór2

Áki Sölvason skoraði fyrsta mark leiksins

2. flokks lið KA og Þórs áttust við í B-deild Kjarnafæðismótsins í Boganum í gær. Fyrsta mark leiksins kom strax á 6. mínútu og þar var að verki Áki Sölvason. KA menn spiluðu sig þá vel í gegnum vörn Þórsara og Áki lagði boltann í fjærhornið örugglega.

Á 19. mínútu tvöfaldaði Brynjar Ingi Bjarnason forskot KA manna. KA menn fengu þar aukaspyrnu þar sem boltinn endaði á höfði Bjarna sem skallaði boltann í markið. Fimm mínútum síðar tekur Bjarni Aðalsteinsson aukaspyrnu sem endar í stönginni, Patrekur Búason fylgir hins vegar á eftir og kemur KA2 í 3-0.

Á annari mínútu seinni hálfleiks veður Frosti Brynjólsson inn að marki Þórsara og skorar 4 mark KA manna sem voru með mikla yfirburði í leiknum. Þórsarar minkuðu svo muninn á 59. mínútu með marki Guðna Sigþórsson úr vítaspyrnu. Leikurinn róaðist svo verulega eftir mark Guðna.

Gunnar Darri Bergvinsson, leikmaður KA 2 átti svo lokaorðið í leiknum. Hann slapp þá einn í gegnum vörn Þórsara í uppbótartíma og vippaði boltanum yfir markvörð Þórs og innsiglaði 5-1 sigur KA 2.

KA2 er eftir leikinn á toppi B-deildar með 9 stig eftir þrjá leiki. Þór2 er hins vegar í 4. sæti með 1 stig eftir 2 leiki.

 

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó