KA og Völsungur mættust fyrr í dag í A-deild Kjarnafæðismótsins. Bæði lið unnu leiki sína í 1. umferð mótsins þar sem KA vann öruggan 5-1 sigur á Magna og Völsungur vann 2-0 sigur á Leikni frá Fáskrúðsfirði.
Fyrsta mark leiksins kom á 21 mínútu og þar var að verki húsvíkingurinn Elfar Árni Aðalsteinsson. Völsungar jöfnuðu hins vegar leikinn á 23. mínútu með marki Elvars Baldvinssonar. Steinþór Freyr Þorsteinsson kom KA svo aftur yfir á lokamínútu fyrri hálfleiks og staðan því 2-1 fyrir KA í hálfleik.
Í síðari hálfleik gengu KA menn á lagið og keyrðu yfir Völsunga. Elfar Árni Aðalsteinsson bætti við tveimur mörkum á 52. og 63. mínútu. Ólafur Aron Pétursson kom KA síðan í 5-1 á 65. mínútu.
Á 70. mínútu bætti Steinþór Freyr við sínu öðru marki og 6. marki KA í leiknum. Húsvíkingarnir Ásgeir Sigurgeirsson og Hallgrímur Jónasson skoruðu síðan 1 mark hvor um sig og niðurstaða leiksins 8-1 sigur KA.
UMMÆLI