NTC

Kjarnafæðismótið hefst á föstudaginn

Hið árlega norðurlandsmót í knattspyrnu sem haldið er af Knattspyrnudómarafélagi Norðurlands hefst um næstu helgi allir leikir mótsins fara fram í Boganum.

Að þessu sinni eru 11 lið skráð til leik sem leika í tveimur riðlum. Þór sendir til leiks tvö lið þ.e. meistara- og 2. flokki, KA teflir fram þrem liðum þ.e. meistaraflokki og tveim 2. flokks liðum, KF, Magni, Völsungur, Fjarðarbyggð og Leiknir F, Tindastóll og Dalvík.

Í ár verður engin úrslitakeppni líkt og undanfarin ár heldur verður sigurvegari í A riðils Kjarnafæðismeistari 2018.

í A riðli leika Þór, KA, Leiknir F, Magni, Völsungur og Tindastóll

í B riðli leika, Þór2, KA 2, KA3, Kf og Dalvík.

Þór varð Kjarnafæðismeistarar 2017 en liðið sigraði KA 6-1 í úrslitaleik.

Vakin er athygli á því að það er frítt á alla leikina í mótinu

 

Sambíó

UMMÆLI