Búið er að undirrita samninga í kjaradeilu kennara, ríkis og sveitarfélaga. Það var skrifað undir á tólfta tímanum í kvöld og því er verkföllum morgundagsins aflýst, en til stóð að verkföll yrðu í eftirfarandi skólum; Menntaskólanum á Akureyri, Verkmenntaskólanum á Akureyri, Borgarholtsskóla, Verkmenntaskóla Austurlands og Fjölbrautaskóla Snæfellinga og Tónlistarskólanum á Akureyri.
Ástráður Haraldsson ríkissáttasemjari boðaði til fundar í Karphúsinu klukkan 15 í dag og náðust samningar fyrr í kvöld og eftir að þeir voru undirritaðir var boðið upp á vöfflur líkt og hefð er fyrir.
Samningurinn er sagður mjög svipaður þeim sem sveitarfélögin höfnuðu á föstudag en hægt er að lesa nánar frá atburðum kvöldsins á Vísi.