Kíghósti greinist í barni á AkureyriBarnið sem um ræðir gengur í Brekkuskóla.

Kíghósti greinist í barni á Akureyri

Kíghósti hefur greinst í barni sem gengur í Brekkuskóla á Akureyri. Þetta kemur fram í tilkynningu á Facebook síðu Heilbrigðisstofnunar Norðurlands.

Í tilkynningunni segir að þegar smit sé í gangi sé það ástæða fyrir einstaklinga með öndunarfæraeinkenni að fara varlega í umgengni við ung börn, barnshafandi konur og ónæmisbælda einstaklinga.

Ekki er talin ástæða til frekari sóttvarnaraðgerða en að fylgjast með og huga að bólusetningum.

Lesendum er bent á að fylgjast með tilkynningum frá heilbrigðisyfirvöldum. Frekari upplýsingar um kíghósta er hægt að finna með því að smella hér.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó