Eins og Kaffið greindi frá í gær er KFA, Kraflyftingafélag Akureyrar, mjög ósátt við Akureyrarbæ. Ástæða þess er sú að þeim hefur ekki fundist þau fá það fjárframlag frá bænum sem þau eiga skilið sem íþróttafélag og eru í miklum húsnæðisvandræðum.
Grétar Skúli, formaður stjórnar KFA, nefnir Silju Dögg Baldursdóttir bæjarfulltrúa sérstaklega á nafn í pistli sínum og síðan ber undirskriftarlistinn heitið: Ertu ósammála Silju.
Listinn hefur þegar fengið tæplega 300 undirskriftir.
Í yfirskriftinni stendur:
Silja Dögg er á þeirri skoðun að 4 milljónir á ári sé rausnarlegt framlag bæjarins til að reka og leiga aðstöðu fyrir Kraftlyftingafélag Akureyrar á ári.
Ertu ósammála Silju og hennar fólki? Eða finnst þér að lyftingamenn bæjarins eigi að æfa í gömlu óeinangruðu fjósi?
Þessi undirskriftarlistí er áskorun til bæjaryfirvalda núverandi eða framtíðar að uppfylla skyldur sínar gagnvart félaginu og styðja það öfluga starf. Í formi styrkja til húsaleigu og reksturs á æfingaaðstöðu.
Það liggur þó ekki fyrir hver er stofnandi listans.
Sjá einnig:
Akureyrarbær vill ekki styrkja KFA – Persónuleg framlög halda félaginu af götunni
UMMÆLI