Samkvæmt upplýsingum frá lögreglumönnum á svæðinu var karlmaður á níræðis aldri undir stýri þegar hann keyrði bifreið sinni á bílaplaninu við Akureyrarflugvöll í morgun með þeim afleiðingum að hann keyrði utan í fimm bíla.
Töluverðar skemmdir urðu á bílunum fimm sem og á bíl ökumannsins eins og sjá má á meðfylgjandi myndum.