Hin árlega góðgerðavika Hugins, skólafélags Menntaskólans á Akureyri, hefst í dag með söfnun áheita til styrktar góðu málefni. Að þessu sinni safna nemendur fyrir Samtök um kvennaathvarf.
Nemendur skólans taka sér ýmis verkefni fyrir hendur til styrktar Kvennaathvarfinu. Sem dæmi verður keyrt til Raufarhafnar fyrir hamborgara þegar þrjú hundruð þúsund krónur hafa safnast, félagið Stemma mun reyna að slá eins mörg heimsmet og hægt er á einum degi og ef að það safnast milljón munu tveir nemendur skólans gifta sig.
Áheitin eru mun fleiri en hægt er að kynna sér þau öll og reikningsupplýsingar á fésbókarsíðu Hugins. Við hvetjum fólk til að heita á krakkana og leggja þannig góðu málefni lið.
UMMÆLI