Ketilkaffi, kaffihús í Listasafninu á Akureyri, opnaði á laugardaginn. Þórunn Edda Magnúsdóttir og Eyþór Gylfason sjá um rekstur á kaffihúsinu sem hefur farið vel af stað.
Sjá einnig: Nýtt kaffihús opnar í Listasafninu í júní
„Við höfum fengið mjög góðar móttökur hingað til. Það er búið að vera mikið að gera og við erum mjög ánægð. Það hefur eiginlega gengið vonum framar,“ segir Þórunn Edda í spjalli við Kaffið.is.
„Á boðsstólnum verður m.a. sérvalið kaffi frá Kaffibrugghúsinu, frábær náttúruvín frá Mikka ref, límonaði sem blandað er á staðnum og spennandi kokteilar, svo eitthvað sé nefnt. Áhersla verður á góðan mat úr gæðahráefnum og má þar nefna súrdeigsbrauðið okkar og salöt með sérvöldum ostum og kjötmeti, fjölbreyttan tapasseðil og ferskar acai- og drekaávaxtaskálar. Að sjálfsögðu verður svo hægt að fá eitthvað sætt með kaffinu og erum við sérstaklega spennt fyrir að bjóða upp á súrdeigskleinuhringina okkar, sem gerðir eru ferskir frá grunni á hverjum morgni,“ sagði Þórunn Edda á vef Listasafnsins fyrir opnun.
Hægt er að fylgjast með Ketilkaffi á samfélagsmiðlum og á heimasíðu:
https://www.facebook.com/ketilkaffi
UMMÆLI