Keppt verður í 4. umferð Flórídana deildarinnar nú um helgina í aðstöðu Píludeildar Þórs, íþróttahúsinu við Laugargötu. 50 keppendur eru skráðir til leiks og eru allir hvattir til þess að mæta og hafa gaman. Húsið opnar kl 09:00 og keppni hefst kl 10:30. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Þór, einnig segir:
Flórídana deildin er leikin bæði í Reykjavík og á Akureyri (NA deild). Í Flórídana deildinni er keppendum skipt niður á deildir eftir meðaltali í umferðinni á undan. Ein efsta deild er fyrir allt landið sem nefnist kristalsdeild. Aðrar deildir skiptast síðan í gulldeild, silfurdeild, bronsdeild, kopardeild o.s.frv. eftir því hve margir keppendur taka þátt hverju sinni á hvoru landssvæði. Keppendur vinna sig upp um deildir með því að enda í efstu tveimur sætunum í deildinni sinni, keppendur falla svo niður um deild með því að enda í tveimur neðstu sætunum í sinni deild. Meðaltal getur einnig haft áhrif hvar keppendur lenda í næstu umferð.
12 keppendur leika í kristals- og gulldeildunum en að hámarki 9 í öðrum deildum. Keppni í kristalsdeild verður í fyrsta skipti í aðstöðu Píludeildar Þórs á morgun (laugardag). Bestu pílukastarar landsins mæta því til leiks á morgun og eru fjórir keppendur frá Píludeild Þórs í kristalsdeildinni í þessari umferð.
Edgars Kede-Kedza, Matthías Örn Friðriksson, Dilyan Kolev og Sigurður Þórisson.
UMMÆLI