NTC

Keppt í matreiðslu og kokteilagerð í Arctic Challenge á AkureyriStjórn Arctic Challenge

Keppt í matreiðslu og kokteilagerð í Arctic Challenge á Akureyri

Arctic Challenge fer fram í fyrsta sinn á Strikinu á Akureyri, mánudaginn 10. janúar næstkomandi. Arctic Challenge er menningarviðburður á Akureyri sem sameinar matreiðslu og kokteilgerð í eina keppni. Veitingastaðir og barir á Akureyri fá tækifæri á að senda keppendur, hvort sem það er fyrir matreiðslu- og/eða barhluta keppni.

„Tilgangurinn er að búa til grundvöll fyrir samkeppni sem sameinar ástríðu og fagmennsku allra veitingastaða Akureyrar og einnig til að þétta veitingageirann á Akureyri saman,“ segir Ída Irene Oddsdóttir, viðburðarstjóri Arctic Challenge.

„Arctic Challenge er til þess að efla hugvit og ástríðu veitingamanna á Norðurlandi. Á Norðurlandi er framúrskarandi fagfólk í veitingageiranum sem hefur ekki mörg tækifæri til þess að sýna færni sína og þekkingu, nema þá að fara alla leið til Reykjavík til þess að keppa. Því viljum við auka aðgengi og þægindi fyrir staðina og fólkið okkar og keppa í heimabyggð,“ segir Ída.

Hún segir að keppnin hafi verið sett á laggirnar til þess að sýna fram á hæfileika og getu einstaklinga í veitinageiranum fyrir norðan og einnig til þess að auka samheldni, vinsemd og virðingu veitingaaðila á Norðurlandi.

Markmiðið seinna meir er að hafa þetta sem opin viðburð þannig að almenningur getur komið og fylgst með keppendum og dómnefnd í allri sinni dýrð, svolítið í anda food ‘n fund ef svo má segja. Hægt væri þá að skapa meiri stemningu með því t.d. að bjóða upp á drykki/matvæli fyrir almenning á meðan verið er að fylgjast með og hvetja áfram. Stefnt er að því að fá keppendur frá öllum landshornum sem og erlendis frá þegar líður á. Þannig að þegar Arctic Challenge verður rótgróin viðburður sem gefur vinningshöfum viðurkenningu á heimsmælikvarða fyrir kunnáttu sína í matreiðslu eða á bar.“

Forsprakkar Arctic Challenge eru Árni Þór Árnason matreiðslumaður og Alexander Magnússon framreiðslumeistari. Í stjórn Arctic Challenge eru Árni og Alexander formenn, Ída Irene sem er viðburðastjórnandi og sér um samfélagsmiðla og markaðssetningu. Þá sitja þrír meðstjórnendur í stjórninni þeir Hallgrímur Sigurðursson matreiðslumeistari, eigandi R5 bar, 6a Kraftöl og veisluþjónustunnar Nönnu, Jón Heiðar Sveinsson framreiðslumaður á RUB23 og Theódór Sölvi Haraldsson matreiðslumeistari, yfirmatreiðslumaður matsmiðjunnar og með kennararéttindi á matvælasviði í VMA.

Níu keppendur munu taka þátt í Arctic Chef, matreiðslukeppni og átta keppendur munu keppa í Arctic Mixologist, kokteilakeppni.

Keppendur eru frá mismunandi veitingahúsum.

Arctic Chef keppendur:
Guðmundur Sverrisson – Múlaberg
Rhonjie C. Catalan – RUB23
Aron Gísli Helgason – Brút
Logi Helgason – Strikið
Matthías Pétur Davíðsson – RUB23
Jón Birgir Tómasson – Múlaberg
Jón Arnar Ómarsson – Strikið
Wilson Seno – RUB23
Alfreð Pétur Sigurðsson – Centrum Kitchen and bar

Arctic Mixologist keppendur:
Helgi Pétur Davíðsson – Strikið
Elmar Arnaldsson – RUB23
Ýmir Valsson – Múlaberg
Helena Guðrún Eiríksdóttir – Múlaberg
Þórkatla Eggerz Tinnudóttir – R5 Bar
Unnur Stella Níelsdóttir – Múlaberg
Eyþór Darri Baldvinsson – Bruggsmiðjan Kaldi
Bjarki Már – Vamos

Okkur hlakkar alveg svakalega til á mánudaginn. Undirbúningur er á fullu og við stöndum í ströngu að reyna að gera þetta eins flott og mögulegt er. Við höfum gert allar ráðstafanir fyrir Covid-19 og sóttvörnum til þess að hlúga sem best að keppendum og öðrum sem koma að viðburðinum. Enn og aftur þökkum við fyrir áhugann og móttökurnar og hlökkum til að sjá hvað þessir mögnuðu keppendur hafa upp á að bjóða,“ segir Ída að lokum.

Meiri upplýsingar um keppendur og fleira má finna á Instagram síðu Arctic Challenge Akureyri með því að smella hér.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó