NTC

Akureyringur reynir að komast í hundasleðaferð í Noregi – Kjósum okkar mann!

Þórhalli langar í 330 km hundasleðaferð

Þórhalli langar í 330 km hundasleðaferð

Sænska fatamerkið Fjallraven stendur þessa dagana fyrir internetkosningu þar sem sigurvegarar komast inn í 330 kílómetra hundasleða ferð í norður Noregi. Þórhallur Guðmundsson, íbúi í Giljahverfi á Akureyri er einn af þeim sem komst inn í keppnina.

Í lýsingu á heimasíðu Fjallraven segist Þórhallur meðal annars vera áhugamaður um að gefa háar fimmur, skrifa ljóð, fara á snjóbretti, dansa ballett og þróa bestu uppskriftina að kirsuberja ostaköku.

Þórhallur hefur lofað því að vaxa á sér bakið um helgina og deila myndbandinu á Facebookinu sínu nái hann í 200 atkvæði fyrir miðnætti í kvöld. Hann telur að til þess að hann eigi möguleika á að komast í ferðina þurfi hann um 6000 atkvæði en kosningu lýkur 15. desember.

Við hvetjum fólk til að hjálpa Þórhalli að láta draum sinn rætast og gefa honum atkvæði ykkar hér.

 

Umsóknarmyndbandið sem Þórhallur senti til að komast inn í keppnina er ansi skemmtilegt og má sjá hér að neðan:

Sambíó

UMMÆLI