Keppendur UFA og KFA stóðu sig vel á Meistaramótinu á Akureyri – Glódís Edda vann þrjú gullGlódís Edda Þuríðardóttir. Mynd: fri.is

Keppendur UFA og KFA stóðu sig vel á Meistaramótinu á Akureyri – Glódís Edda vann þrjú gull

Meistaramót Íslands í frjálsum íþróttum var haldið á Akureyri um helgina og lauk í dag. Keppendur úr Ungmennafélagi Akureyrar og Kraftlyftingarfélagi Akureyrar tóku þátt og nældu sér í fullt af verðlaunum.

Baldvin Þór Magnússon úr Ungmennafélagi Akureyrar sigraði 1500 metra hlaup karla í gær. Glódís Edda Þuríðardóttir úr Kraftlyftingarfélagi Akureyrar sigraði í 400 metra hlaupi kvenna í gær og í dag sigraði hún í 100 og 400 metra grindarhlaupi kvenna.

Sigþóra Brynja Kristjánsdóttir úr UFA sigraði 5000 metra hlaup kvenna í dag en hún náði einnig öðru sæti í 1500 metra hlaupi kvenna í gær.

Andri Fannar Gíslason úr KFA komst á pall í 400 metra hlaupi karla í gær þegar hann endaði í þriðja sæti og hann náði einnig öðru sætinu í 110 metra grindarhlaupi karla. Þá náði hann öðru sæti í stangarstökki karla í dag og þriðja sæti í langstökki karla í dag.

Birnir Vagn Finnsson úr UFA náði þriðja sæti í hástökki karla í gær og öðru sæti í langstökki karla í dag. Sigurlaug Anna Sveinsdótir náði 3 sætinu í 100 metra hlaupi kvenna í dag.

Í kúluvarpi kvenna enduðu bæði Rakel Ósk Dýrfjörð Björnsdóttir og Glódís Edda á palli. Rakel náði öðru sætinu og Glódís því þriðja. Rakel Ósk náði einnig öðru sæti í kringlukasti kvenna.

Öll úrslit úr Meistarakeppninni má finna með því að smella hér.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó