Kennsla hefst aftur í Glerárskóla mánudaginn 11. janúar á hefðbundinn hátt samkvæmt stundaskrá. Skólahaldi var aflýst á fimmtudag og föstudag eftir bruna í skólanum.
Svæði við B-inngang skólans hefur verið girt af og verður nemendum bannað að fara inn á það. Hreinsunarstarf og viðgerðir við skólann halda áfram í næstu viku. Von er á einhverjum truflunum á rafmagni, öryggiskerfi og netsambandi í næstu viku.
Sjá einnig: Eldur í Glerárskóla – Myndir
Sjá einnig: Ekkert skólahald í Glerárskóla í fyrramálið
Sjá einnig: Virðist sem tjónið eftir eldinn sé nokkuð staðbundið