Verktakafyrirtækið BB Byggingar hefur keypt húsnæði Borgarbíós í miðbæ Akureyrar. Greint er frá á Akureyri.net þar sem kemur fram að fyrirhuguð sé töluverð uppbygging á staðnum og stefnt sé að því að á lóðinni verði bæði íbúðarhúsnæði og verslunar- þjónusturými.
Björn Ómar Sigurðarson, eigandi og framkvæmdastjóra BB Bygginga, segir að enn sé óljóst hvernig verði staðið að málunum í samtali við Akureyri.net en að ein hugmyndin sé að rífa húsið og byggja nýtt frá grunni.
Sjá einnig: Endurskipulagning á rekstrarfyrirkomulagi hjá Borgarbíó
Jóhann Norðfjörð, framkvæmdastjóri Borgarbíós, sagði það ekki vera neitt launungarmál að Covid-19 faraldurinn hafi ekki farið vel með bíóið í samtali við Kaffið.is fyrr í mánuðinum. Endurskipulagning á rekstrarfyrirkomulagi Borgarbíós á Akureyri hafi staðið yfir undanfarið.
UMMÆLI