NTC

Kaupinhafn brennur – Ný plata frá PitenzMynd: Áki Frostason og Stefán Bessason.

Kaupinhafn brennur – Ný plata frá Pitenz

Listamaðurinn Áki Frostason, sem gengur undir sviðsnafninu Pitenz, sendi frá sér nýja plötu í gær. Platan ber nafnið „Kaupinhafn brennur“ og var að mestu leyti tekin upp á árunum 2014 til 2018.

Í tilkynningu er efni plötunnar lýst sem „lo-fi elektróník án söngs.“ Einnig segir að tónlistin hafi að stórum hluta verið unnin á hljóðgervla sem hafi fundist í Hjálpræðishernum og Fjölsmiðjunni hér á Akureyri. Listamanninum sjálfum er síðan lýst a eftirfarandi hátt: „Pitenz er og hefur alltaf verið framlenging af rafboðum úr öðru heilahveli listamannsins Áka Frostasonar. Rafleiðsla sem öllum er boðið að tengja sig í.“

Útgáfa plötunnar er samvinnuverkefni Pitenz og sjálfstæðu tónlistarútgáfunnar Mannfólkið breytist í slím. Áki Frostason (Pitenz) sá alfarið um hljóðritun og hljóðblöndun. Hljóðjöfnun annaðist Þorsteinn Kári. Umslag útfærðu Áki Frostason og Stefán Bessason. Loks unnu Joel Valli og Folding House Productions kynningarefni fyrir útgáfuna.

Plötuna má nálgast á Spotify í spilaranum hér að neðan sem og á öllum helstu streymisveitum.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó