KA/Þór tapaði fyrir Selfossi í öðrum leik liðanna í úrslitaeinvígi umspils um sæti í efstu deild í KA-heimilinu í dag. Selfoss leiddi leikinn lengstum og vann að lokum fjögurra marka sigur, 20-24.
Er þetta fyrsta tap KA/Þórs á heimavelli í allan vetur og er Selfoss nú einum sigri frá því að tryggja veru sína í efstu deild á næstu leiktíð. Næsti leikur úrslitaeinvígsins fer fram á Selfossi á föstudag.
Markaskorarar KA/Þórs: Ásdís Guðmundsdóttir 4, Martha Hermannsdóttir 4, Steinunn Guðjónsdóttir 3, Katrín Vilhjálmsdóttir 3, Aldís Ásta Heimisdóttir 2, Sandra Kristín Jóhannesdóttir 2, Ólöf Marín Hlynsdóttir 1, Þóra Stefánsdóttir 1.
Markaskorarar Selfoss: Dijana Radojevic 9, Kristrún Steinþórsdóttir 6, Adina Ghidoarca 4, Hulda Dís Þrastardóttir 2, Perla Ruth Albertsdóttir 2, Carmen Palamariu 1.
UMMÆLI