NTC

KA/Þór tapaði á Selfossi

Jónatan Þór Magnússon, til hægri, er þjálfari KA/Þór.

Úrslitaeinvígi umspils 1.deildar kvenna í handbolta hófst í gær þegar KA/Þór heimsótti Selfoss en Selfosskonur höfnuðu í næstneðsta sæti úrvalsdeildar í vetur á meðan KA/Þór hafnaði í 2.sæti næstefstu deildar.

Leikurinn var jafn til að byrja með og var staðan í leikhléi til að mynda jöfn, 11-11. Þegar á leið sigu heimakonur fram úr og unnu að lokum nokkuð öruggan fimm marka sigur, 29-24.

Næsti leikur liðanna fer fram í KA-heimilinu næstkomandi miðvikudag.

Markaskorarar Selfoss: Dijana Radojevic 13, Elva Rún Óskarsdóttir 3, Kristrún Steinþórsdóttir 3, Adina Maria Ghidoarca 2, Ída Bjarklind Magnúsdóttir 2, Margrét Katrín Jónsdóttir 2, Hulda Dís Þrastardóttir 2, Katrín Ósk Magnúsdóttir 1, Arna Kristín Einarsdóttir 1.
Markaskorarar KA/Þórs: Martha Hermannsdóttir 8, Erla Hleiður Tryggvadóttir 4, Katrín Vilhjálmsdóttir 3, Aldís Ásta Heimisdóttir 3, Ásdís Guðmundsdóttir 2, Kara Rún Árnadóttir 1.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó