NTC

KA/Þór nálgast toppinn eftir góða suðurferð

Martha hefur verið virkilega öflug í vetur.

Martha skoraði 24 mörk um helgina.

KA/Þór hélt suður yfir heiðar um helgina og lék tvo leiki á tveim dögum í 1.deild kvenna í handbolta. Óhætt er að segja að ferðin hafi gengið vel.

Á laugardag lágu Víkingskonur í valnum fyrir KA/Þór en lokatölur urðu 29-35 en KA/Þór leiddi leikinn lengstum og var þrem mörkum yfir í leikhléi.

Martha Hermannsdóttir fór mikinn en hún var markahæsti leikmaður KA/Þór með tólf mörk.

Markaskorarar KA/Þór: Martha Hermannsdóttir 12, Kolbrún Gígja Einarsdóttir 7, Steinunn Guðjónsdóttir 6, Aldís Ásta Heimisdóttir 3, Kara Rún Árnadóttir 3, Ásdís Guðmundsdóttir 2, Sandra Kristín Jóhannesdóttir 1, Erla Hleiður Tryggvadóttir 1.

Markaskorarar Víkings: Alina Molkova 13, Sigríður Rakel Ólafsdóttir 5, Sophie Klapperich 4, Ásta Björk Agnarsdóttir 4, Andrea Olsen 1, Helga Brynjólfsdóttir 1, Steinunn Birta Haraldsdóttir 1.

Í gær heimsóttu stelpurnar svo Aftureldingu í Mosfellsbæ og má segja að leikurinn hafi verið keimlíkur leiknum frá deginum áður því KA/Þór höfðu tögl og haldir frá upphafi til enda og unnu að lokum fjögurra marka sigur, 22-26 eftir að hafa verið 11-13 yfir í hálfleik.

Aftur var Martha atkvæðamest í liði KA/Þór og aftur skoraði hún tólf mörk.

Markaskorarar KA/Þór: Martha Hermannsdóttir 12, Steinunn Guðjónsdóttir 4, Ásdís Guðmundsdóttir 4, Sandra Kristín Jóhannesdóttir 3, Kara Rún Árnadóttir 2, Aldís Ásta Heimisdóttir 1.

Markaskorarar Aftureldingar: Telma Frímannsdóttir 6, Jónína Líf Ólafsdóttir 4, Paula Chirila 3, Íris Smith 3, Ragnhildur Hjartardóttir 3, Þóra María Sigurjónsdóttir 2, Enikö Marton 1.

Úrslit helgarinnar þýða að KA/Þór deilir nú toppsæti deildarinnar með Fjölni en bæði lið hafa sautján stig. KA/Þór hefur þó leikið einum leik meira en Fjölnir.

KA/Þór nálgast toppsætið.

KA/Þór nálgast toppsætið.

Sambíó

UMMÆLI